Um Okkur
Tandrabretti ehf í Fjarðarbyggð framleiðir ýmsar vörur úr timbri undir vörumerkinu Ilmur. Bera þar hæst, viðarperlur (Wood Pellets) sem eru unnar úr afgangstimbri af svæðinu og grisjunarvið úr ungum skógum á Fljótsdalshéraði. Varan er boðin í 15 kg pappírs pokum eða 550 kg stórsekkjum og seld undir vörumerkinu Ilmur.
Einnig er framleiddur undir vörumerkinu Ilmur, Eldiviður, Viðarkol og Reiðhallar viðarkurl.
Framleiðslan er að fullu vélvædd og fer fram í nýrri verksmiðju félagsins á Eskifirði.
Tandrabretti stundar eitt fyrirtækja á Islandi vélvætt skógarhögg með sérútbúnum vélum og flutninga á bolum með sérútbúinni timburflutningabifreið.
Fyrirtækið leggur áherslu á endurvinnslu og minnkun á kolefnaspori sínu og annara. Endurvinnsla á timbri ásamt notkun á timbri úr ungum Islenskum skógi minnkar förgun sem annars hefði orðið. Sparar flutninga og gjaldeyri á vörum sem framleiddar eru nú af Tandrabrettum ehf á Íslandi en hefðu ella verið fluttar inn.
Viðarperlur eru unnar úr völdu úrvalshráefni og eru framleiddar á nokkurrar íblöndunnar annarra efna. Við framleiðsluna er hráefnið hitað svo að úr því leysist nátturlegt bindiefni sem gerir perlurnar harðar við kólnun. Allir gerlar sem kunna að hafa verið í hráefninu hverfa í vinnsluferlinu.